Tár bros og takkaskór

Tár bros og takkaskór Pæjumótið hélt áfram í blíðskaparveðri í gær. Leikgleðin skein úr andlitum keppenda og fjöldi leikja fór fram.

Fréttir

Tár bros og takkaskór

Marki fagnað af mikilli innlifun
Marki fagnað af mikilli innlifun
Pæjumótið hélt áfram í blíðskaparveðri í gær. Leikgleðin skein úr andlitum keppenda og fjöldi leikja fór fram.

Pæjumótið er engin smá framkvæmd og skipulagið og undirbúningur þarf að vera til fyrirmyndar til þess að dæmið gangi upp.

Fréttamaður siglo.is brá sér á svæðið í gær og kom það honum nokkuð á óvart hversu stórt í sniðum þetta mót er. Það var leikið á öllu svæðinu og fóru u.þ.b. 150 leikir fram á föstudaginn, sennilega hefur fjöldi leikja verið svipaður í gær.

Mótsstjórnendur og þeir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem koma að mótinu eiga hrós skilið fyrir framkvæmdina og það er nokkuð víst að þessir þúsund keppendur eða svo koma til með að eiga góðar minningar um dvöl þeirra á Siglufirði.



Þróttarastelpurnar búa sig undir leik við Stjörnuna



Anna Hermína stappar stálinu í sitt lið



Það var hart tekist á í leiknum en heimastúlkur unnu að lokum góðan 2- 0 sigur á Gróttu. Stelpurnar eru í góðu formi eftir frækna för til Svíþjóðar og skilaði það sér greinilega í leiknum.

Mótinu lýkur svo í dag og eru mótsslit áætluð klukkan 15:30.





Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst