Þjóðleikur á Norðurlandi

Þjóðleikur á Norðurlandi Þjóðleikur auglýsir eftir hópum til þátttöku. Þjóðleikur er stórt leiklistarverkefni sem haldið er á öllu Norðurlandi í samstarfi

Fréttir

Þjóðleikur á Norðurlandi

Mynd: wikimedia commons
Mynd: wikimedia commons
Þjóðleikur auglýsir eftir hópum til þátttöku. Þjóðleikur er stórt leiklistarverkefni sem haldið er á öllu Norðurlandi í samstarfi við Þjóðleikhúsið og fjölmarga áhugasama aðila.

Verkefnið nær til alls Norðurlands, allt frá Bakkafirði til Húnavatnssýslna.


Hvaða hópar geta sótt um?

Allir hópar mega sækja um að vera með í Þjóðleik, svo lengi sem þeir uppfylla eftirfarandi skilyrði:

    * Að meðlimir hópsins (leikararnir) séu að minnsta kosti átta talsins og allir á aldrinum 13-20 ára, ekkert hámark er á fjölda.
    * Að fyrir hópnum fari einn eða fleiri leiðbeinendur eldri en 20 ára, þar með talinn að minnsta kosti einn sem gegnir hlutverki leikstjóra.

Hvað svo?

    * Þrjú glæný leikrit hafa verið skrifuð fyrir Þjóðleik, sem hóparnir geta valið úr. Höfundarnir eru: Jón Atli Jónasson, Kristín Ómarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson sem skrifa verk í sameiningu. Hóparnir velja sér eitt af þessum verkum.
    * Stuðningur er veittur til hópanna í formi ráðgjafar og námskeiðahalds
    * Leiðbeinendur hópanna fara námskeið í Þjóðleikhúsinu helgina 15. - 17. október 2010 þar sem listrænir stjórnendur í fremstu röð verða til leiðsagnar.
    * Hver hópur setur upp leiksýningu í sinni heimabyggð og frumsýnir þegar honum hentar
    * Tækninámskeið á Norðurlandi (ljósahönnun og fl.) helgina 7. - 9. jan. 2011. Bæði leiðbeinandanámskeið og tækninámskeið eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
    * Helgina 1.-3. apríl verður haldin lokahátíð þar sem hóparnir koma saman með sýningar sínar.

Umsóknarfrestur er til 6. október 2010.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rósenborgar  http://www.rosenborg.is/  og gegnum facebook-síðu Þjóðleiks á Norðurlandi.

Einnig má nálgast umsóknareyðublöð hjá  Vigdísi Jakobsdóttur vigdis@thjodleikhusid.is  sími: 899 0272 og Guðrúnu Brynleifsdóttur gudrunb@skagafjordur.is  sími: 455 6115 en báðar sitja þær í  framkvæmdaráði Þjóðleiks.

Umsóknir sendist á netfangið: thjodleikur@gmail.com  eða bréfleiðis til Þjóðleiks á Norðurlandi, ráðhús, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkrókur




Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst