Þurfa að skera niður um 50 milljónir

Þurfa að skera niður um 50 milljónir Vaktafyrirkomulagi, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ófaglærðs starfsfólks sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunar

Fréttir

Þurfa að skera niður um 50 milljónir

Ljósmynd SK.
Ljósmynd SK.
Vaktafyrirkomulagi, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ófaglærðs starfsfólks sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar, var sagt upp nú um áramótin í hagræðingarskyni. Frekari aðgerðir eru boðaðar en skera þarf niður útgjöld um 50 milljónir króna á árinu, að sögn framkvæmdastjóra.
Við vorum að segja upp því vaktafyrirkomulagi sem að við höfum haft en það hefur engum starfsmani verið sagt upp. Einhverjir kunna að líta á þessar aðgerðir sem uppsögn en ég hef ekki heyrt að svo sé, segir Konráð Karl Baldvinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Siglufirði.

Aðgerðirnar snerta 35 til 40 starfsmenn að sögn Konráðs en þær voru kynntar um mánaðamótin nóvember og desember þegar ljóst var í hvað stefndi. Formleg bréf voru send starfsfólki nú um áramótin.

„Síðan munum við halda fundi með starfsmönnum eftir helgina, fyrsti fundurinn er með ófaglærðu starfsfólki á þriðjudaginn. Ég gæti trúað að við þyrftum að skera niður um 50 milljónir króna á þessu ári. Við erum því með allan rekstur stofnunarinnar til skoðunar. Það þarf meira að koma til en bara breytingar á vaktafyrirkomulagi og við kynnum starfsfólki það á næstu dögum og vikum. Eins og er þá álít ég að þetta komi ekki til með að skerða þjónustuna mikið en auðvitað hlýtur það að verða eitthvað, það er alveg óhjákvæmilegt. En ég vona nú samt að okkar skjólstæðingar verði ekki mikið varir við það,“ segir Konráð.

Heilsugæslustöðvarnar á Ólafsfirði og Dalvík og Heilbrigðisstofnunin á Siglufirði sameinuðust um áramót í nýrri stofnun, Heilbrigðisstofnun Dalvíkur- og Fjallabyggðar og eru ætlaðar tæpar 600 milljónir króna í rekstur stofnunarinnar. Konráð segir það til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu hvernig að samrunanum verður staðið, vonandi skýrist það á næstu dögum eða vikum.

Athugasemdir

30.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst