Tónleikar á Ráðhústorgi
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 09.08.2010 | 00:01 | Bergþór Morthens | Lestrar 560 | Athugasemdir ( )
Síðastliðið laugardagskvöld fóru fram á Ráðhústorginu lokatónleikar Pæjumótsins og ekki voru skemmtiatriðin af verri endanum, þar sem hinir landsþekktu listamenn Jógvan Hansen og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir stigu á svið og sungu fyrir þátttakendur og gesti.
Færeyski sjarmörin Jógvan Hansen hóf leik og flutti marga þekkta slagara m.a. kunnan norskan Evróvisjón slagara sem krafðist nokkurs af fiðlukunnáttu Jógvans.
Þá tók Jóhanna Guðrún við og í lokin sungu þau saman við góðar undirtektir þeirra fjölmörgu áhorfenda sem mættir voru. Hápunktur skemtunarinnar var án efa flutningur Jóhönnu á silfurlaginu "Is it true" og tóku áhorfendur, jafnt ungir sem aldnir vel undir.
Síðar um kvöldið fluttu tónlistarmennirnir sig yfir á Rauðkutorg og skemmtu fjölmörgun áhorfendum fram eftir kvöldi.
Fjöldi fólks mætti á Ráðhústorg og kunni vel að meta tónlistarflutningin.
Frábær stemning myndaðist við smábátahöfnina og var sviðsmyndin ekki af verri endanum, bátarnir við höfnina, fjallahringurinn skartaði sínu fegursta og sjálf Hólshyrnan í aðalhlutverki. Það var mál manna að leitun væri að flottara umhverfi fyrir tónleika og sennilega myndi þetta festast í sessi sem tónleikastaður.
Já Jóhanna, það er alveg satt - Siglufjörður er æði.
Færeyski sjarmörin Jógvan Hansen hóf leik og flutti marga þekkta slagara m.a. kunnan norskan Evróvisjón slagara sem krafðist nokkurs af fiðlukunnáttu Jógvans.
Þá tók Jóhanna Guðrún við og í lokin sungu þau saman við góðar undirtektir þeirra fjölmörgu áhorfenda sem mættir voru. Hápunktur skemtunarinnar var án efa flutningur Jóhönnu á silfurlaginu "Is it true" og tóku áhorfendur, jafnt ungir sem aldnir vel undir.
Síðar um kvöldið fluttu tónlistarmennirnir sig yfir á Rauðkutorg og skemmtu fjölmörgun áhorfendum fram eftir kvöldi.
Fjöldi fólks mætti á Ráðhústorg og kunni vel að meta tónlistarflutningin.
Frábær stemning myndaðist við smábátahöfnina og var sviðsmyndin ekki af verri endanum, bátarnir við höfnina, fjallahringurinn skartaði sínu fegursta og sjálf Hólshyrnan í aðalhlutverki. Það var mál manna að leitun væri að flottara umhverfi fyrir tónleika og sennilega myndi þetta festast í sessi sem tónleikastaður.
Já Jóhanna, það er alveg satt - Siglufjörður er æði.
Athugasemdir