Ungunum fjölgar
Álftirnar okkar á Langeyrartjörn hafa eignast fimm unga sem skriðið hafa úr eggjunum í gærkveldi eða snemma í morgun.
Ungarnir tóku fljótt sundsprettinn, meðal annars einn þeirra á undan hinum, sem sást á sundi með að því er virtist örvæntingarfullan föður sinn við hlið hans. Álftirnar ásamt ungunum hafa haldið sig á vesturbakka tjarnarinnar í dag.
Þá er farið að sjást einn og einn hópur af æðarfuglsungum, þessir fjórir voru á Langeyrartjörn í gærmorgun í fylgd með tveim kollum og tveim blikum. Mikið fjör og bæslagangur. Það er ánægjulegt að sjá að einhverjir fuglarnir hafa náð að klekja út eggjum sínum þrátt fyrir hið harða hret sem kom seinnipart maí mánaðar.
Tjaldinum virðist einnig hafa komið einhverjum ungum á kreik, amk sást til tveggja unga úr fjarlægð í dag með foreldrum sínum, en fóru í felur er ljósmyndarinn nálgaðist þá á svæðinu þar sem hreiður þeirra hafði verið við Hólsána.
Athugasemdir