Uppruni húsgagna Kaffi Rauðku
www.raudka.is | Norðlenskar fréttir | 19.05.2011 | 14:01 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1202 | Athugasemdir ( )
Lengi var leitað eftir húsgögnum í Kaffi Rauðku sem væru jafn sérstæð og tunnuhúsgögn Hannesar Boy, en þó í allt
örðum stíl. Eftir langa leit datt Sigríður María, rekstrarstjóri Rauðku, loks niður á húsgögn úr endurunnum hestvögnum
frá Taílandi og ráðist var í skoðun á þeim.
Húsgögnin í Rauðku eru gróf, massíf, vönduð og einstaklega lifandi. Upprunalegur litur tekk viðarins er látinn halda sér en dreginn fram með olíuburði og kennir því ýmissa grasa í litum húsgagnanna. Í smíði húsgagnanna eru hestvagnar og gömul húsgögn frá Taílandi endurnýtt og eiga þau því sér langa sögu og mikla sál áður en þau mæta til leiks hjá Rauðku.
Starfsmenn í Taílandi að smíðum. Húsgögnin sem hér sjást eru ekki þau sömu og verða í Kaffi Rauðku þar sem öll húsgögn voru valin til að samræmast umhverfinu.
Nú eru einungis örfáir dagar þar til Kaffi Rauðka opnar og gestir geta borið sérstæð húsgögnin augum en stefnt er á að staðurinn opni í byrjun júní.
Húsgögnin í Rauðku eru gróf, massíf, vönduð og einstaklega lifandi. Upprunalegur litur tekk viðarins er látinn halda sér en dreginn fram með olíuburði og kennir því ýmissa grasa í litum húsgagnanna. Í smíði húsgagnanna eru hestvagnar og gömul húsgögn frá Taílandi endurnýtt og eiga þau því sér langa sögu og mikla sál áður en þau mæta til leiks hjá Rauðku.
Starfsmenn í Taílandi að smíðum. Húsgögnin sem hér sjást eru ekki þau sömu og verða í Kaffi Rauðku þar sem öll húsgögn voru valin til að samræmast umhverfinu.
Nú eru einungis örfáir dagar þar til Kaffi Rauðka opnar og gestir geta borið sérstæð húsgögnin augum en stefnt er á að staðurinn opni í byrjun júní.
Athugasemdir