Urð og grjót, upp í mót ...

Urð og grjót, upp í mót ... Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir göngu um helgina. Sextán eldhressir ferðalangar  og hundurinn Yrsa héldu af stað frá

Fréttir

Urð og grjót, upp í mót ...

Vaskir göngugarpar
Vaskir göngugarpar
Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir göngu um helgina. Sextán eldhressir ferðalangar  og hundurinn Yrsa héldu af stað frá Siglufirði með rútu til Ólafsfjarðar síðdegis á föstudaginn. Gengið var frá Ólafsfirði, nánar tiltekið Kleifum yfir Rauðskörð til Héðinsfjarðar.

Ólafsfirðingurinn Kristján Hauksson fór fyrir hópnum í blíðskaparveðri þennan hluta leiðarinnar.  Hópurinn tjaldaði í landi Vatnsenda í Héðinsfirði þar sem grillað var og sungið um kvöldið. Á laugardeginum var gengið frá Vatnsenda yfir Hestsskarð til Siglufjarðar undir styrkri leiðsögn Gests Hanssonar. 

Eitthvað átti hópurinn erfitt með að finna skarðið í þéttri þokunni,  en það fannst að lokum. Þessi auka  „áhættuþáttur“  var auðvitað fyrirfram skipulagður til að auka á gildi ferðarinnar , gera hana ógleymanlega og sveipa ævintýralegum blæ.
 
Þess má geta að hópurinn var aldrei í hættu því alltaf var hægt að snúa við og fara niður í Héðinsfjörð og láta ná í hópinn og keyra í gegnum göngin.

Fleiri myndir má sjá hér.    

Ferðafélag Siglufjarðar þakkar þátttakendum fyrir frábæra ferð!
 


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst