Veðurfarið
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 17.04.2010 | 15:00 | | Lestrar 714 | Athugasemdir ( )
Vorið var sko ekki komið, þess urðu Siglfirðingar og fleiri hér norðanlands að finna í gær, en það má segja að hafi verið glórulaus stórhríð. Ekki sá út úr augum fyrripart dagsins og fara þurfti varlega um götu, bæði akandi og gangandi, þeir fáu sem á annað borð fóru utandyra.
En það rofaði til seinnipartinn, og í morgun var komið glaðasólskin.
Ekki hafði þó snjó ferst mikið þrátt fyrir úrkomu fyrri dags, en víða hafði þó skafið í gangstíga og smá skaflar myndast eins og gengur við svona aðstæður, og margir tóku til skóflunnar.
Ljósmyndarinn dáðist af þessum manni sem sést þarna á myndinni aðeins halla sé fram á skóflu sína til kvíldar, maður kominn yfir áttrætt, sem tók sér fyrir hendur að moka gönguslóða frá heimili sínu niður að Havaneyrarbrautinni, vegalengd sem er um það bil jafnlöng í metrum talið og aldur hans.
Þetta hefði ljósmyndarinn nokkruum árum yngri ekki treyst sér til að gera.
En þetta eru ekki einu afrek þessa kappa, smelltu HÉR og kynntu þér málið.
(sk)
En það rofaði til seinnipartinn, og í morgun var komið glaðasólskin.
Ekki hafði þó snjó ferst mikið þrátt fyrir úrkomu fyrri dags, en víða hafði þó skafið í gangstíga og smá skaflar myndast eins og gengur við svona aðstæður, og margir tóku til skóflunnar.
Ljósmyndarinn dáðist af þessum manni sem sést þarna á myndinni aðeins halla sé fram á skóflu sína til kvíldar, maður kominn yfir áttrætt, sem tók sér fyrir hendur að moka gönguslóða frá heimili sínu niður að Havaneyrarbrautinni, vegalengd sem er um það bil jafnlöng í metrum talið og aldur hans.
Þetta hefði ljósmyndarinn nokkruum árum yngri ekki treyst sér til að gera.
En þetta eru ekki einu afrek þessa kappa, smelltu HÉR og kynntu þér málið.
(sk)
Athugasemdir