Vegna fréttar um fund á HSF
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 06.11.2010 | 20:14 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1067 | Athugasemdir ( )
Vegna fréttar um fjarveru bæjarfulltrúa á fundi forsvarsmanna fyrirtækja með starfsfólki HSF langar mig fyrir hönd Bæjarstjórnar Fjallabyggðar koma eftirfarandi á framfæri:
Vegna óviðráðanlegra orsaka urðu þau leiðu mistök að hvorki bæjarstjóri né bæjarfulltrúar Fjallabyggðar fengu persónulega í hendur fundarboð sem afhent var á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar af starfsmönnum HSF og vissu þar af leiðandi ekki að nærveru þeirra væri óskað á fundinum. Að sjálfsögðu hefðu fulltrúar Bæjarstjórnar Fjallabyggðar mætt á fundinn ef fundarboðið hefði borist í þeirra hendur.
Ég vil fullvissa bæjarbúa um það að allir bæjarfulltrúar og bæjarstjóri Fjallabyggðar hafa miklar áhyggjur af boðuðum niðurskurði og áhrifum hans á samfélagið okkar og hafa leitað allra leiða til að koma mótmælum á framfæri, bæði við þingmenn og ráðherra og vil ég benda á eftirfarandi í því sambandi:
Bæjarstjórn Fjallabyggðar hélt aukafund með forsvarsmönnum HSF þar sem fyrirhugaður niðurskurður var kynntur þann 7. október s.l. Fundargerð af þeim fundi má nálgast hér: http://www.fjallabyggd.is/is/greinar/view/07.10.2010_baejarstjorn
Bæjarstjórn Fjallabyggðar stóð fyrir íbúafundi á Allanum 13. október s.l. þar sem m.a. mættu þingmenn N.A. kjördæmis. Þar var m.a. kynnt ályktun bæjarstjórnar frá bæjarstjórnarfundi fyrr um daginn þar sem fyrirhuguðum niðurskurði og áhrifum hans var mótmælt harðlega. Ályktun Bæjarstjórnar má nálgast hér http://www.fjallabyggd.is/is/greinar/view/13.10.2010_baejarstjorn
Bæjarráð og bæjarstjóri Fjallabyggðar áttu fund með fjárlaganefnd Alþingis 15. október s.l. þar sem ályktun Bæjarstjórnar Fjallabyggðar og sjónarmiðum HSF var komið á framfæri milliliðalaust til nefndarmanna.
Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar áttu fund með þingmönnum N.A. kjördæmis þar á meðal fjármálaráðherra á Akureyri 27. október s.l. þar sem ítrekaðar voru áhyggjur bæjarstjórnar og íbúa í Fjallabyggð vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á framlögum til HSF.
Í framhaldi af fundi forsvarsmanna fyrirtækja og starfsmanna HSF barst beiðni til bæjarstjóra um að Fjallabyggð taki að sér að reikna út raunverulegan sparnað af boðuðum aðgerðum og mun það erindi verða tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar mun hér eftir sem hingað til leita allra leiða til að koma sjónarmiðum starfsmanna HSF og íbúa Fjallabyggðar á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar.
Virðingarfyllst
Ingvar Erlingsson, forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar
Vegna óviðráðanlegra orsaka urðu þau leiðu mistök að hvorki bæjarstjóri né bæjarfulltrúar Fjallabyggðar fengu persónulega í hendur fundarboð sem afhent var á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar af starfsmönnum HSF og vissu þar af leiðandi ekki að nærveru þeirra væri óskað á fundinum. Að sjálfsögðu hefðu fulltrúar Bæjarstjórnar Fjallabyggðar mætt á fundinn ef fundarboðið hefði borist í þeirra hendur.
Ég vil fullvissa bæjarbúa um það að allir bæjarfulltrúar og bæjarstjóri Fjallabyggðar hafa miklar áhyggjur af boðuðum niðurskurði og áhrifum hans á samfélagið okkar og hafa leitað allra leiða til að koma mótmælum á framfæri, bæði við þingmenn og ráðherra og vil ég benda á eftirfarandi í því sambandi:
Bæjarstjórn Fjallabyggðar hélt aukafund með forsvarsmönnum HSF þar sem fyrirhugaður niðurskurður var kynntur þann 7. október s.l. Fundargerð af þeim fundi má nálgast hér: http://www.fjallabyggd.is/is/greinar/view/07.10.2010_baejarstjorn
Bæjarstjórn Fjallabyggðar stóð fyrir íbúafundi á Allanum 13. október s.l. þar sem m.a. mættu þingmenn N.A. kjördæmis. Þar var m.a. kynnt ályktun bæjarstjórnar frá bæjarstjórnarfundi fyrr um daginn þar sem fyrirhuguðum niðurskurði og áhrifum hans var mótmælt harðlega. Ályktun Bæjarstjórnar má nálgast hér http://www.fjallabyggd.is/is/greinar/view/13.10.2010_baejarstjorn
Bæjarráð og bæjarstjóri Fjallabyggðar áttu fund með fjárlaganefnd Alþingis 15. október s.l. þar sem ályktun Bæjarstjórnar Fjallabyggðar og sjónarmiðum HSF var komið á framfæri milliliðalaust til nefndarmanna.
Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar áttu fund með þingmönnum N.A. kjördæmis þar á meðal fjármálaráðherra á Akureyri 27. október s.l. þar sem ítrekaðar voru áhyggjur bæjarstjórnar og íbúa í Fjallabyggð vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á framlögum til HSF.
Í framhaldi af fundi forsvarsmanna fyrirtækja og starfsmanna HSF barst beiðni til bæjarstjóra um að Fjallabyggð taki að sér að reikna út raunverulegan sparnað af boðuðum aðgerðum og mun það erindi verða tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar mun hér eftir sem hingað til leita allra leiða til að koma sjónarmiðum starfsmanna HSF og íbúa Fjallabyggðar á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar.
Virðingarfyllst
Ingvar Erlingsson, forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar
Athugasemdir