Verðlaun fyrir nýtt merki Grunnskólans í Fjallabyggð

Verðlaun fyrir nýtt merki Grunnskólans í Fjallabyggð Síðastliðið vor var efnt til samkeppni um nýtt merki fyrir sameinaðan Grunnskóla Fjallabyggðar.

Fréttir

Verðlaun fyrir nýtt merki Grunnskólans í Fjallabyggð

Grunnskólamerki Fjallabyggðar
Grunnskólamerki Fjallabyggðar
Síðastliðið vor var efnt til samkeppni um nýtt merki fyrir sameinaðan Grunnskóla Fjallabyggðar. Fræðslunefnd Fjallabyggðar valdi tvö merki sem þóttu skara framúr og voru þau sameinuð í eitt merki fyrir skólann.


Merkið sýnir strák og stelpu leiðast saman með fjöllin í bakgrunni. Má segja að þetta sé mjög táknrænt þar sem sú kynslóð sem nú gengur í gegnum skólakerfi Fjallabyggðar mun að öllum líkindum leiða þá eldri saman gegnum ný vinabönd.

Það voru þau Hákon Leó Hilmarsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir (þó ekki systkini) sem hlutu verðlaunin og vill Sigló.is óska þeim innilega til hamingju með þetta fallega merki.



Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst