Talið að 5000-6000 manns hafi verið á Síldarævintýrinu
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 03.08.2010 | 09:00 | Bergþór Morthens | Lestrar 746 | Athugasemdir ( )
Frídagur verslunarmanna var í gær og lauk þar með tuttugasta Síldarævintýrinu. Það virðist vera samdóma álit fólks að vel hafi tekist til og að hátíðin hafi verið með þeim skemmtilegri í langan tíma.
Miðað við mjög svo óvísindalega rannsókn á stöðuuppfærslum á fésbókarsíðum Siglfirðinga og þeirra sem heimsóttu bæinn var ekki annað að sjá en að mikil ánægja væri með hátíðina
Verslunarmannahelgin sem slík á sér hinsvegar langa og merkilega sögu og var þessi Verslunarmannahelgi nr. 116 í röðinni.
Á vef Wikipedia kemur fram að upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur og hann ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag.
Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, s.s. þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.
Fjölmiðlaumfjöllun um þær fjölmörgu hátíðir sem haldnar voru á landinu hafa því miður flest allar verið í miklum æsifrétta stíl og hefur athygli fjölmiðla fyrst og fremst beinst að því hversu mörg grömm af hinu og þessu efni hafi fundist eða þá hvað gæti mögulega gerst ef það færi að rigna í Vestmannaeyjum.
Siglufjörður fékk litla sem enga athygli í fjölmiðlum en það kom ekki að sök og komu sennilega um 5000 - 6000 manns í bæinn þegar mest var og skemmtu allir sér vel.
Í þessu samhengi eru engar fréttir góðar fréttir eins og Jón Steinar Ragnarsson komst svo skemmtilega að orði í flottri bloggfærslu um hátíðina.
Hátíðin þetta árið hepnaðist mjög vel og greinilegt að fólk kunni að meta það sem boðið var upp á. Veitingastaðir og þjónustuaðilar við Torgið eru búnir að leggja mikið á sig til þess að fegra húsin sín og myndaðist mjög heimsborgaraleg stemning í miðbænum. Hafnarsvæðið hefur svo gengið í endurnýjun lífdaga með glæsilegum veitingastöðum og þjónustu og mátti sjá fólk á gangi milli Torgsins og hafnarsvæðisins alla helgina.
það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála í ferðaþjónustinni með tilkomu Héðinsfjarðarganga og kemur straumur fólks til bæjarins til með að aukast til muna. Það má fastlega búast mið miklum fjölda fólks á næstu hátíð því það fæst ekki betri auglýsing en gott umtal manna á milli, það er svo annað mál hvort bærinn ráði við meiri fjölda.
Miðað við mjög svo óvísindalega rannsókn á stöðuuppfærslum á fésbókarsíðum Siglfirðinga og þeirra sem heimsóttu bæinn var ekki annað að sjá en að mikil ánægja væri með hátíðina
Verslunarmannahelgin sem slík á sér hinsvegar langa og merkilega sögu og var þessi Verslunarmannahelgi nr. 116 í röðinni.
Á vef Wikipedia kemur fram að upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur og hann ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag.
Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, s.s. þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.
Fjölmiðlaumfjöllun um þær fjölmörgu hátíðir sem haldnar voru á landinu hafa því miður flest allar verið í miklum æsifrétta stíl og hefur athygli fjölmiðla fyrst og fremst beinst að því hversu mörg grömm af hinu og þessu efni hafi fundist eða þá hvað gæti mögulega gerst ef það færi að rigna í Vestmannaeyjum.
Siglufjörður fékk litla sem enga athygli í fjölmiðlum en það kom ekki að sök og komu sennilega um 5000 - 6000 manns í bæinn þegar mest var og skemmtu allir sér vel.
Í þessu samhengi eru engar fréttir góðar fréttir eins og Jón Steinar Ragnarsson komst svo skemmtilega að orði í flottri bloggfærslu um hátíðina.
Hátíðin þetta árið hepnaðist mjög vel og greinilegt að fólk kunni að meta það sem boðið var upp á. Veitingastaðir og þjónustuaðilar við Torgið eru búnir að leggja mikið á sig til þess að fegra húsin sín og myndaðist mjög heimsborgaraleg stemning í miðbænum. Hafnarsvæðið hefur svo gengið í endurnýjun lífdaga með glæsilegum veitingastöðum og þjónustu og mátti sjá fólk á gangi milli Torgsins og hafnarsvæðisins alla helgina.
það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála í ferðaþjónustinni með tilkomu Héðinsfjarðarganga og kemur straumur fólks til bæjarins til með að aukast til muna. Það má fastlega búast mið miklum fjölda fólks á næstu hátíð því það fæst ekki betri auglýsing en gott umtal manna á milli, það er svo annað mál hvort bærinn ráði við meiri fjölda.
Athugasemdir