Viðar skrifar um séra Bjarna
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 17.07.2010 | 21:59 | Bergþór Morthens | Lestrar 407 | Athugasemdir ( )
Gunnsteinn Ólafsson forstöðumaður Þjóðlagasetursins og Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur skoða bréf frá Bjarna í skjalasafninu á Siglufirði.
Viðar hefur áður tekið saman ævisögu Þorsteins M. Jónssonar skólastjóra og bókaútgefanda og tveggja binda verk um ævi og störf Stephans G. Stephanssonar skálds. Fyrir fyrra bindið var Viðar tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en fyrir verkið í heild var honum veitt viðurkenning Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Undanfarnar vikur hefur Viðar verið að kynna sér ýmis gögn um séra Bjarna og hefur meðal annars verið á skjalasafni Fjallabyggðar á Siglufirði.
Ættingjar séra Bjarna Þorsteinssonar, bæjaryfirvöld í Fjallabyggð, Sparisjóður Siglufjarðar, Siglfirðingafélagið og fleiri ætla að styðja ritun ævisögunnar. Stefnt er að því að hún komi út á 150 ára afmæli Bjarna, 14. október 2011. Bókaútgáfan Veröld mun gefa bókina út.
Aðsent ( Jónas Ragnarsson)
Athugasemdir