Viðbygging við Leikskála á Siglufirði

Viðbygging við Leikskála á Siglufirði Í síðustu viku var samþykkt í bæjarráði Fjallabyggðar fjárveiting sem nota á til að byggja á við leikskólann

Fréttir

Viðbygging við Leikskála á Siglufirði

Leikskálar
Leikskálar

Í síðustu viku var samþykkt í bæjarráði Fjallabyggðar fjárveiting sem nota á til að byggja á við leikskólann Leikskála á Siglufirði. Þar sem því hefur verið haldið fram í ræðu og riti að íbúar Fjallabyggðar séu að verða frekar ,,gamlir", sé lítið til landsmeðaltalsins, þá hlýtur það að vera ánægjuleg þróun að börnum er farið að fjölga svo við stofnanir sveitarfélagsins, að þær sé sprungnar og viðbyggingar sé þörf. 

Tíðindaritari fór á fund til Olgu Gísladóttur skólastjóra Leikhóla og Leikskála í Fjallabyggð og ræddi meðal annars við hana um nýju viðbygginguna og lífið í leikskólum Fjallabyggðar.  

Olga sagði að hún var afskaplega ánægð með samþykktina að nú ætti að fara byggja við Leikskála á Siglufirði, en það er brýn þörf á stærra húsnæði fyrir börnin. Framkvæmdir verða hafnar þegar fjármagn finnst og verði eyrnamerkt byggingunni, en Olga segir að þau hjá bæjarráði séu mjög bjartsýn og vonast hún til að viðbygging verði klár næsta haust.  Í  ár eru 75 börn í  leikskólanum Leikskála en það eru 13 börnum umframt hvað húsnæðið er byggt fyrir.  Seinustu fjögur ár hefur fjölgað um 30 börnum áLeikskálum, Siglufirði, sem er gífurlega jákvætt fyrir sveitarfélagið þar sem Fjallabyggð er eins og áður sagði meðal þeirra sveitafélaga á landi með hvað hæstan meðalaldur íbúa.

Þessum umframfjölda nemenda á Siglufirði hefur verið mætt með lausum kennslustofum sem komið var fyrir á lóð Leikskála. Nú á hinsvegar að ráðast í varanlegar úrbætur, þar sem vinnuaðstaða starfsfólks verður ennfremur löguð.

Á Leikhólum í Ólafsfirðir er staðan þannig, að þar hefur þar hefur fjöldi barna haldist nokkuð stöðugur, og fjölgað  um eitt til tvö börn á milli ára. Það stunda  nú  42 börn nám við leikskólann Leikhóla í Ólafsfirði.

 

Tíðndaritari veltir því nú fyrir sér hvort búið sé að snúa vörn í sókn? Væri það mjög af hinu góða ef svo væri og hvet ég íbúa Fjallabyggðar til enn frekari dáða hvað þetta mál varðar!

Teikning af viðbyggingu Leikskála

Teikning af viðbyggingu Leikskála

Teikning af viðbyggingu Leikskála


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst