1569,23 metrar
Í dagbók Fríðu Gylfadóttur má sjá að trefillinn langi er orðinn 1569,23 metrar.
Hér má sjá færslurnar hennar Fríðu á http://frida.is
Í dag, 22.03.2010 bættust við 286,09 metrar. Það er með því mesta sem hefur komið inná einum degi frá upphafi. Þetta þýðir að við erum komin með 1569,23 metra langan trefil. Með þessu áframhaldi verðum trefillin kominn í 2 kílómetra um páska.
Ég fór til Dalvíkur um daginn og tók á móti styrk frá Menningarráði Eyþings. Það var aldeilis frábært. Þetta gerir mér kleift að panta meira garn. Ég er búin að sækja um fleiri styrki en hef ekki fengið svar ennþá. Það verður vonandi fljótlega.
Athugasemdir