652,45 metrar
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 24.02.2010 | 07:00 | | Lestrar 653 | Athugasemdir ( )
Sjá má á vefnum frida.is að vel gengur með trefilinn langa. Fríða er duglega að leyfa fólki að fylgjast með verkefninu og gaman er að lesa færslurnar hennar.
Í dag,22.02.2010 bættust yfir 170metrar við svo við erum komin í 652,45 metra frá og með deginum í dag. Frábært! Nú verður spennan æ meiri því það styttist alltaf í fyrsta kílómeterinn.
Ólafsfjörður
Mér barst þau skilaboð um daginn að von væri á fyrstu bútunum frá Ólafsfirði. Ég bíð spennt að fá að sjá og mæla. Það er svo gaman að sjá alla bútana því enginn er eins þó garnið sé það sama.
Noregur
Mér hefur borist tölvupóstur frá manni í Lófóten íNoregi sem byrjaður er að prjóna trefil til að senda okkur og er búinn að virkja nokkra með sér þarna úti. Mér fannst þetta alveg meiriháttar, að hugsa sér, það endar kannski á að það verða bútar í treflinum víða að úr heiminum. Bestu þakkir til Noregs.
Ungir prjónarar
Ég hef fengið 2 unga prjónara til mín, síðustu daga, sem hafa verið að skila sínum bútum. Þetta eru 10 og 12 ára strákar og algjörar perlur, þeir eru svo flottir. Mér þótti ægilega vænt um þessa vinnu sem þeir voru búnir að leggja í verkefnið. Takk strákar. Ég veit um fleiri unga prjónara þarna úti. Þetta er frábærir krakkar, duglegir og flottir. Þeir eiga skilið allar mínar þakkir.
Vefur Fríðu er frida.is
Athugasemdir