Bátaviðgerðir Byggingafélagsins Bergs
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 13.02.2010 | 15:00 | | Lestrar 595 | Athugasemdir ( )
Byggingafélagið Berg hefur nú hafið þjónustu við að gera við trébáta. Björn Jónsson sagði að þetta væri ánægjuleg viðbót við starfssemina og vonandi notfæra menn sér þessa þjónustu. Þegar siglo.is leit við í gömlu bæjarskemmunni var Björn að vinna við trébát Hálfdáns Sveinssonar en það þurfti að skipta um borð í bátnum og huga að hinu og þessu.
Siglo.is lék forvitni á að vita af hverju Hálfdán hefði ekki fengið sér hraðskreiðan plastbát. Hálfdán sagði að hann vildi einfaldlega ferðast á þennan máta um fjörðinn og óskaði þess að Örlygur og félagar í Slippnum færu að smíða svona báta því hann væri búinn að leita lengi að svona bát og loksins hefði leitin borið árangur. Það var mikil synd að mikið af þessum bátum voru brenndir eða sagaðir í sundur samkvæmt reglum yfirvaldsins þá. Það væri nú ekki amalegt fyrir Siglufjörð ef tvær bátasmiðjur væru í bænum.
Þarna varð að lagfæra.
Skipstjórahúfan fína úr pungaprófinu.
Björn er ánægður með að geta boðið uppá þessa þjónustu.
Athugasemdir