Gleðin við völd!

Gleðin við völd! Systrafélag Siglufjarðarkirkju hélt sína árlegu jólaskemmtun á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar í gær.

Fréttir

Gleðin við völd!

Erla, Gugga, Minna, Erla & Brynja. Ljósmynd: EÞ
Erla, Gugga, Minna, Erla & Brynja. Ljósmynd: EÞ
Systrafélag Siglufjarðarkirkju hélt sína árlegu jólaskemmtun á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar í gær.
Í Systrafélaginu eru um 45 konur og núverandi formaður þess er Brynja Stefánsdóttir. Markmið félagsins að sögn Brynju  „er og hefur alltaf verið að hlúa að kirkjunni og vekja áhuga á öllum þeim málum sem félagið á hverjum tíma telur að geti orðið Siglufjarðarkirkju til góðs.“
Vistmenn og gestir sungu jólalög við undirleik Sigurjóns Steinssonar á harmónikku, að því loknu léku þrjár ungar dömur  á píanó, þær Elísabet Alla Rúnarsdóttir í 1. Bekk, Unnur Hrefna Elínardóttir og Júlía Birna Ingvarsdóttir báðar í 2-3 bekk. Vegna fjölda áskoranna sungu þær líka saman eitt jólalag við undirleik Unnar Hrefnu og Þorsteins Sveinssonar á píanó. Brynja Stefánsdóttir las tvær skondnar jólasmásögur og að lokum var boðið upp á ávexti og ís. Fleiri myndir HÉR

 Litlu píanósnillingarnir, Elísabet Alla, Unnur Hrefna & Júlía Birna




Athugasemdir

13.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst