Góð aðsókn að Íþróttamiðstöð Siglufjarðar
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 25.02.2010 | 07:00 | | Lestrar 654 | Athugasemdir ( )
Óhætt er að segja að mjög góð aðsókn sé að Íþróttarmiðstöð Siglufjarðar, að sögn forstöðumanns sóttu 4.374 manns staðinn í janúar og verður það að teljast mjög gott. Lang flestir fara í sund eða 1.835, svo koma íþróttafélögin með sína tíma í sal en þar mættu 1.427 og í líkamsræktina mættu 1.112.
Inn í þessa talningu vantar afnot skólans þannig að talan er sannarlega miklu hærri.
Athugasemdir