Haftyrðill í vanda
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 27.12.2009 | 14:11 | | Lestrar 394 | Athugasemdir ( )
Sælt veri fólkið.
Í norðangarranum hefur eitthvað af haftyrðlum borist undan vindi og upp á land í Siglufirði og vafalaust annars staðar hér í kring.
Eina leiðin til að bjarga þeim er að koma þeim á sjóinn eins fljótt og unnt er. Besti staðurinn er smábátahöfnin, enda nánast logn þar í þessari átt. Haftyrðill er minnsti svartfugl í Norður-Atlantshafi og verpti áður fyrr á Íslandi, m.a. í Grímsey. Sumir telja að enn megi rekast á fugla á Hornströndum að vorlagi, en fræðimenn eru því ósammála.
Haftyrðlar koma stundum hingað í töluverðum mæli norðan úr höfum á veturna. Þeir eru algengastir fyrir norðan og austan en sjást þó einnig vestanlands og sunnan. Óvíst er hvaðan þeir koma nákvæmlega en þó hefur einn fugl, merktur á Svalbarða, náðst við Ísland. Algengt er að þeir hrekist í milljónatali í vetrarstórviðrum um hafið og margir farist, enda fisléttir og því viðkvæmir. Berast þeir stundum upp á land hér og finnast á ótrúlegustu stöðum. Í ferðabók Þorvaldar Thoroddsen er sagt frá því, að um veturinn 1880-1881 hafi stórhópar af haftyrðlum flækst upp um sveitir og fjöll á Norður- og Norðausturlandi og legið þar helfreðnir í sköflunum. Um jólaleytið 1938 munu haftyrðlar á líkan máta hafa flykkst í þúsundatali að Norðurlandinu. Voru þeir m.a. í stórum breiðum á Eyjafirði og Skjálfandaflóa og hröktust inn eftir Reykjadal og Bárðardal. Um vorið fundust dauðir haftyrðlar fram við Dyngjufjöll og Öskju, sem er allt að 130 km frá ströndinni. Myndina fann ég á netinu.
Kveðja. SÆ
Í norðangarranum hefur eitthvað af haftyrðlum borist undan vindi og upp á land í Siglufirði og vafalaust annars staðar hér í kring.
Eina leiðin til að bjarga þeim er að koma þeim á sjóinn eins fljótt og unnt er. Besti staðurinn er smábátahöfnin, enda nánast logn þar í þessari átt. Haftyrðill er minnsti svartfugl í Norður-Atlantshafi og verpti áður fyrr á Íslandi, m.a. í Grímsey. Sumir telja að enn megi rekast á fugla á Hornströndum að vorlagi, en fræðimenn eru því ósammála.
Haftyrðlar koma stundum hingað í töluverðum mæli norðan úr höfum á veturna. Þeir eru algengastir fyrir norðan og austan en sjást þó einnig vestanlands og sunnan. Óvíst er hvaðan þeir koma nákvæmlega en þó hefur einn fugl, merktur á Svalbarða, náðst við Ísland. Algengt er að þeir hrekist í milljónatali í vetrarstórviðrum um hafið og margir farist, enda fisléttir og því viðkvæmir. Berast þeir stundum upp á land hér og finnast á ótrúlegustu stöðum. Í ferðabók Þorvaldar Thoroddsen er sagt frá því, að um veturinn 1880-1881 hafi stórhópar af haftyrðlum flækst upp um sveitir og fjöll á Norður- og Norðausturlandi og legið þar helfreðnir í sköflunum. Um jólaleytið 1938 munu haftyrðlar á líkan máta hafa flykkst í þúsundatali að Norðurlandinu. Voru þeir m.a. í stórum breiðum á Eyjafirði og Skjálfandaflóa og hröktust inn eftir Reykjadal og Bárðardal. Um vorið fundust dauðir haftyrðlar fram við Dyngjufjöll og Öskju, sem er allt að 130 km frá ströndinni. Myndina fann ég á netinu.
Kveðja. SÆ
Athugasemdir