Hannes Boy Café

Hannes Boy Café Í gærkveldi var veisla í hinum splunkunýja og glæsilega veitingastað Hannes Boy Café. Þar voru samankomnir starfsmenn Rauðku ehf,

Fréttir

Hannes Boy Café

Hannes Boy Café séð frá Síldarminjasafninu
Hannes Boy Café séð frá Síldarminjasafninu
Í gærkveldi var veisla í hinum splunkunýja og glæsilega veitingastað Hannes Boy Café. Þar voru samankomnir starfsmenn Rauðku ehf, starfsmenn verktaka og fleiri boðsgestir.

Takið var á móti gestum með vínglasi og léttari veigum. Gestirnir skoðuðu hinn glæsilega veitingastað og húsgögnin sem voru í sérflokki, smíðuð í Mexico .

 Síðan bauð verkefnastjórinn Finnur Yngvi Kristinsson gestum til sætis. Róbert Guðfinnsson aðaleigandinn og driffjöðrin hjá Rauðku og co flutti stutt ávarp og þar á eftir borinn fram matur. Ljúffeng humarsúpa og meðlæti, hvítvín og síðar rauðvín með þaðan af ljúffengara nautakjöti, og kaffi og fleira á eftir.

Myndir sem hér eru sýna þeim sem fjarri eru, húskynninn og veislugesti, auk mynda frá deginum í dag.





Athugasemdir

11.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst