Hugmyndarík Fríða

Hugmyndarík Fríða Fríða Gylfadóttir listamaður hefur nú sett af stað hugmynd sína um að prjóna trefil sem nær frá miðbæ Siglufjarðar og alla leið í gegnum

Fréttir

Hugmyndarík Fríða

Fríða Gylfadóttir listamaður
Fríða Gylfadóttir listamaður
Fríða Gylfadóttir listamaður hefur nú sett af stað hugmynd sína um að prjóna trefil sem nær frá miðbæ Siglufjarðar og alla leið í gegnum Héðinsfjarðargöng og enda í miðbæ Ólafsfjarðar í tilefni vígslu gangnanna og tengja þannig byggðakjarnana.

Áætlað er að trefillinn verði um 17 km. langur og 20 cm. breiður segir listamaðurinn og vill helst að hann verði tilbúinn í byrjun september næstkomandi. Hugmyndin er að eftir að búið er að tengja byggðakjarnanna saman, verði trefillinn bútaður niður, þæfður, merki Fjallabyggðar saumað í treflana og þeir svo seldir til styrktar góðgerðarmála.



Fríða hvetur allt prjónafólk á Siglufirði, Ólafsfirði og um land allt til að sameinast og senda inn búta, garn og litir skipta engu máli. Áhugasamir geta haft samband við listamanninn í síma 896-8686.




Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst