HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ SENDIR

HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ SENDIR Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2010 verður haldinn 9. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni "Hugsaðu áður en þú sendir". Í

Fréttir

HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ SENDIR

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2010 verður haldinn 9. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni "Hugsaðu áður en þú sendir". Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl. 14.30-16.30.

Á málþinginu verður m.a. fjallað um: netið og vinasöfnun á félagsnetsíðum, myndbirtingar, rafræn tengsl og persónusköpun ungs fólks, friðhelgi og persónuvernd, lögreglurannsókn mála og veitt verða verðlaun í nemendasamkeppni. Annars er nánari dagskrá að finna hér að neðan.

Dagskrá:

.Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur málþingið
.Hrannar Pétursson, forstöðumaður almennatengsla hjá Vodafone: "Ringulreiðarmálið" - Myndbirtingar barna og unglinga á netinu. Hvað segja netþjónustuaðilar?
.Einar Norðfjörð og Anna Kristína Lobers, ungmennaráði SAFT: Reynsluheimur unga fólksins: Vinasöfnun og myndbirtingar á félagsnetsíðum
.Halldór J. Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi: Friðhelgi á jaðri netsins
.Jónas Kristjánsson, ritstjóri og hestamaður: Þolmörkin færðust til
.Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni og tölvunotkun í námi og kennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Netsiðferði - Persónuvernd og pólitískur áróður
.Sólveig Jakobsdóttir, Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun, Menntavísindasviði Háskóla Íslands: Félagsnet í fræðilegu samhengi: Rafræn tengsl og persónusköpun ungs fólks á netinu
.Sigríður J. Hjaltested, aðstoðarsaksóknari, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu:  Rannsókn mála tengd netinu
.Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla, og Emil Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Nýherja, veita verðlaun í nemendasamkeppni um gerð jafningjafræðsluefnis um jákvæða og örugga netnotkun
.Pallborðsumræður
.Veitingar

Fundarstjóri er Páll Óskar Hjálmtýsson.

Málþingið verður sent beint út á netinu.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SAFT Hér


Myndbandið er hér.


Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst