Kleinusala
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 30.01.2010 | 09:52 | | Lestrar 576 | Athugasemdir ( )
Það var mikið að gera í morgun þegar siglo.is leit við hjá 4. fl. kvenna hjá KS. Kleinubakstur stóð yfir og salan á að byrja kl. 10 í norðurbænum að þessu sinni. Foreldrar á fullu að hjálpa til og stúlkurnar að vigta í poka og að gera sig klárar til að fara út að selja.
Fjáröflun þessi er liður í söfnun fyrir Svíþjóðarferð stúlknanna næsta sumar og vildi 4. fl. kvenna koma á þakkalæti til stjórnanda efra-hús fyrir aðstöðuna svo Kobba Kára sem er með stórt KS-hjarta.
Formaður barnastarfsins og formaður félagsins voru að sjálfsögðu mætt.
Þessi kleina fékk rauða spjaldið hjá Kristínu.
Allt á fullu og Hulda með sögustund.
Vigtun í poka er ekki auðveld.
Þær voru brosmildar stelpurnar úr 4. Flokki kvenna KS/Leiftur í morgun þegar þær heimsóttu ljósmyndarann og buðu honum nýsteiktar og volgar kleinur. Þær runnu ljúflega niður með „ellefu“ kaffinu.
Takk fyrir stelpur, Guðný og sk. (myndin neðar var tekin af ofannefndri heimsókn)

Athugasemdir