Laugardagurinn í nokkrum myndum

Laugardagurinn í nokkrum myndum Það var svo sannarlega hátíðarstemning á Siglufirði, Héðinsfirði og Ólafsfirði í gær. Íbúar á svæðinu ásamt gestum héldu

Fréttir

Laugardagurinn í nokkrum myndum

Það var svo sannarlega hátíðarstemning á Siglufirði, Héðinsfirði og Ólafsfirði í gær.

Íbúar á svæðinu ásamt gestum héldu daginn hátíðlegan og gleðin var við völd og íbúar Fjallabyggðar sameinuðust - frábær dagur í alla staði.

Myndir segja meira en þúsund orð :





Dagurinn byrjaði á gangahlaupi í gegnum fjögur göng, þessi ágæti hlaupari kom fyrstur í gegnum Héðinsfjarðargöng.



Tíu rútur fluttu íbúa og aðra gesti yfir í Héðinsfjörð og höfðu varla undan.



Ekki lýgur mælirinn hjá Sparisjóðnum - 15 gráður takk fyrir í byrjun október.




Gjörningur eftir Eiríksínu Kr. Ásgrímsdóttur, bókmenntafræðing.
Flytjendur voru Íslenski hljóðljóðakórinn - Nýlókórinn, Ólafía Hrönn Jónsdóttir,
Hafþór Ólafsson og þungarokkshljómsveitin Bárujárn
Stjórnandi varr Hörður Bragason.



Elías Þorvaldsson stóð upp úr í Héðinsfirði og stjórnaði kórnum af stakri snilld.



Kór Fjallabyggðar fluti tvö lög af miklum krafti.



Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Héðinsfjörð og áætlaði lögregla að um tvö þúsund manns væru svæðinu.


Það fór vel á með þeim félögum Kristjáni Möller og Forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni.


Gott "skate" í Héðinsfirð. Þessi ungi maður á sennilega heiðurinn að því að vera fyrstur á hjólabretti í Héðinsfirði.



Það var hátíðleg stund þegar klippt var á borðann og komu þar að núverandi og fyrrverandi ráðherrar samgöngumála.



Þessir voru hressir á kantinum.




Séra Sigurður Ægisson og Séra Sigríður Munda Jónsdóttir fóru með blessunarorð.



Séra Sigurður var hress og kátur eins og allir aðrir.



Sigurður Valur bæjarstjóri stóð sig vel í saumaskapnum með Friðu Gylfadóttur.



Björn Valdimarssson minntist á fyrstu umferðarteppuna í Héðinsfirði og hafði lög að mæla, það var bíll við bíl og stermningin eins og á góðum Laugarvegsrúnti.



Bíll við bíl.



Svo tók við glæsileg veisla í Ólafsfirði og er óhætt að segja að meistari Jakob og allt hans góða fólk í bakaríinu á siglufirði hafi unnið mikið þrekvirki.

þetta var frábær dagur í alla staði og sennilega komin grunnur að enn einni hátíð í Fjallabyggð - sjáumst á Gangahátíð október 2011.


Athugasemdir

11.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst