Matthías Ægisson gengur í hús í dag

Matthías Ægisson gengur í hús í dag Matthías Ægisson, yngsti sonur Þóru Frímannsdóttur og Ægis Jónssonar heitins, hefur gefið út sinn fyrsta geisladisk.

Fréttir

Matthías Ægisson gengur í hús í dag

Matthías Ægisson, yngsti sonur Þóru Frímannsdóttur og Ægis Jónssonar heitins, hefur gefið út sinn fyrsta geisladisk.
Diskurinn ber nafnið Vegferð inniheldur frumsamin lög og texta sem spanna 33ja ára tímabil. Elsta lagið á diskinum, Mamma mín, samdi Matthías til móður sinnar þegar hann var 16 ára gamall. Nýjasta lagið var samið í september í ár.


Matthías með nikkuna - Myndin var tekin árið 1976 um það leyti sem hann samdi lagið til móður sinnar.

Matthías Ægisson og Hanna Ólafsdóttir munu ganga í hús með diskinn Vegferð í dag laugardag (frá 11 um morguninn og fram að kvöldfréttum kl. 18:30).

Heimasíða Matthíasar er mae-media.net en þar er bæði hægt að panta diskinn og hlýða á tóndæmi úr þremur fyrstu lögunum.

Móðir hans Matthíasar mun hlýða á lagið sitt í fyrsta sinn um kvöldmatarleytið á morgun föstudag.
Lagið Mamma mín hefur aldrei áður verið gefið út. Þóra hefur dvalið á á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar á Siglufirði frá því heimili þeirra hjóna og æskustöðvar Ægissona, Túngata 36, brann til kaldra kola í byrjun febrúar á þessu ári. Þóra og Ægir fluttu í húsið árið 1950 og Þóra bjó þar því í tæp 60 ár.
Fjöldi tónlistarmanna og söngvara leggur Matthíasi lið á diskinum. Má þar nefna trúbadorinn Halla Reynis, sem syngur lagið 'When we cross that border,' sem tileinkað er öllum börnum sem eiga um sárt að binda, vegna hungursneyðar og örbirgðar, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem leikur á selló í laginu Minn er hugur hljóður, sem fjallar um ástvinamissi, og söngkonurnar Írisi Lind Verudóttur, Evu Dögg Sveinsdóttur og Bryndísi Evu Vilhjálmsdóttur en sonur Bryndísar Evu, Vilhjálmur Hendrik Karlsson, syngur lagið Móðir mín, sem er lokalagið á diskinum. Matthías samdi lög og texta og sá um upptöku, útsetningu, hljóðblöndun og hönnun umslags en Gunnar Smári Helgason sá um stafræna eftirvinnslu. Eyþór Gunnarsson skrifaði nótur fyrir selló í laginu Minn er hugur hljóður, auk þess sem hann leiðbeindi Matthíasi um hljóðupptökur og hljóðvinnslu.

Diskurinn kostar kr. 2.500.-
Hægt er að leggja inn pöntun á diskinum með því að hringja í síma 845 45 30 eða senda póst á mae@mae-media.net


Bræðurnir ásamt móður sinni.

Sr. Sigurður og Matthías.

Hægt verður að nálgast þær pantanir hjá bróður Matthíasar, Sr. Sigurði Ægissyni, sóknarpresti. Einnig er hægt að panta diskinn beint frá Sr. Sigurði (prestur@hive.is).


Athugasemdir

13.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst