Meirihluta viðræður í Fjallabyggð
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 01.06.2010 | 11:38 | | Lestrar 1025 | Athugasemdir ( )
Það fór ekki mikið fyrir kosningabaráttunni í Fjallabyggð, þar sem stuttur tími var til átaka og því minni umsvif á yfirborðinu heldur en hingað til. Á götubylgjunni var hinsvegar mikið skrafað og þar var ljóst að ekki voru allir ánægðir með uppröðun fólks á þeim listum sem þeir höfðu til marga ára kosið.
Sérstaklega voru óánægjuraddirnar margar hvað lista Sjálfstæðisflokksins varðar, enda kom það greinilega fram á kjörseðlunum en mestar urðu útstrikanir og breytingar á númera röðun frambjóðanda þar áberandi.
Þá kom einnig í ljós að laumað hafði verið með í kjörkassa beinum ádeilum á frambjóðenda flokksins og fleira skrautlegt.
Nú um þessar mundir standa yfir meirihlutviðræður á milli Samfylkingarinnar og Framsóknar og ætla má að niðurstað þeirra viðræðna liggi fyrir eftir fundi flokkanna í kvöld.
T listamenn eru utangarðs þar sem ekki hefur verið talað við þá, og líkur eru á að Sjálfstæðismönnum verði ekki boðið í meirihlutaviðræður og séu „úti í kuldanum,“ þrátt fyrir miklar væntingar, en þeir töpuðu einum fulltrúa.
Greinagott yfirlit yfir kosningaúrslitin má sjá á vef RÚV ma. í Fjallabyggð, þaðan sem meðfylgjandi graf er fengið (rauðu tölurnar settar inn af sk)
Ofanritað er byggt á viðtölum við sýslumann, ónefndan talningamann, og einn af frambjóðendum, og fleirum.
Steingrímur
Sérstaklega voru óánægjuraddirnar margar hvað lista Sjálfstæðisflokksins varðar, enda kom það greinilega fram á kjörseðlunum en mestar urðu útstrikanir og breytingar á númera röðun frambjóðanda þar áberandi.
Þá kom einnig í ljós að laumað hafði verið með í kjörkassa beinum ádeilum á frambjóðenda flokksins og fleira skrautlegt.
Nú um þessar mundir standa yfir meirihlutviðræður á milli Samfylkingarinnar og Framsóknar og ætla má að niðurstað þeirra viðræðna liggi fyrir eftir fundi flokkanna í kvöld.
T listamenn eru utangarðs þar sem ekki hefur verið talað við þá, og líkur eru á að Sjálfstæðismönnum verði ekki boðið í meirihlutaviðræður og séu „úti í kuldanum,“ þrátt fyrir miklar væntingar, en þeir töpuðu einum fulltrúa.
Greinagott yfirlit yfir kosningaúrslitin má sjá á vef RÚV ma. í Fjallabyggð, þaðan sem meðfylgjandi graf er fengið (rauðu tölurnar settar inn af sk)
Ofanritað er byggt á viðtölum við sýslumann, ónefndan talningamann, og einn af frambjóðendum, og fleirum.
Steingrímur
Athugasemdir