Nýtt hús fyrir Rarik

Nýtt hús fyrir Rarik Smiðirnir hjá Berg afhentu lykla að nýrri aðveitustöðvarhús fyrir Rarik í gær.

Fréttir

Nýtt hús fyrir Rarik

Smiðirnir hjá Berg afhentu lykla að nýrri aðveitustöðvarhús fyrir Rarik í gær.
Vinna við bygginguna hófst snemma í vor og var tilboðsverkið upp á 58 milljónir.
Margir komu að verkinu auk aðalverktakans Bergs ehf. Undirverktakar voru Bás ehf. sem sá um gröft og steypuvinnu, JE-vélaverkstæði ehf. sem sá um járnaverk og hönnun og smíði fellihurðar, Raffó ehf. sá um rafmagn, Blikk- og tækniþjónustan á Akureyri sá um blikk og vinnu tengdu því, Allt í Senn sá um steinsögun, múrverk var í höndum Njarðar Jóhannssonar og Málaraverkstæðið sá um alla málningarvinnu. Helgi Magnússon pípari kom einnig að verkinu svo og Kjarnaborun. Arkitekt hússins er Helgi Hafliðason og Þorsteinn Jóhannesson verkfræðingur hjá VS sá um verkfræðihönnun og hann var jafnframt eftirlitsmaður, og Gunnar Ólafsson verkfræðingur var tæknilegur ráðgjafi verktaka. Myndir HÉR.



Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst