Siglfirðingur vinnur til verðlauna
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 20.08.2010 | 21:01 | | Lestrar 1261 | Athugasemdir ( )
Siglfirðingurinn Eiríkur Sverrir Björnsson, hönnuður, vann til verðlauna við hinn virta skóla The New England Institute of Art í Boston!!.
Verðlaun voru veitt á uppskeruhátíð skólans þar sem nemendur leggja verk sín í dóm kennara skólans og fá einkunnir eftir fagmennsku, gæðum og hönnunarlausnum.
Áður var Eiríkur búinn að fá skólastyrk fyrstur nemanda utan Bandaríkjanna. Verk Eiríks í skólanum voru valin til að vera til sýnis á Lestarstöðinni í Boston og Bókasafni Bostonborgar.Allt þetta byrjaði með einum árgangi af Tarzan blöðum sem voru prentuð í Prentsmiðju Siglufjarðar.
Eiríkur er sonur Björns Birgissonar og Álfhildar Þormóðsdóttur
Athugasemdir