Dagur neyðarnúmersins 112 myndir
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 12.02.2010 | 11:00 | | Lestrar 462 | Athugasemdir ( )
Dagur neyðarnúmersins, 112-dagurinn var haldinn um allt land í gær. Sjúkraflutningamenn hér á Siglufirði voru í Íþróttamiðstöðinni til að kynna fólki þau áhöld sem þeir þurfa að nota við hin ýmsu útköll. Öllu skiptir að við eigum velþjálfaða sjúkraflutningamenn því starf þeirra er ómetanlegt ef slys ber að garði.
Drengirnir buðu uppá mælingar á blóðþrýstingi og súrefnismettun. Töluvert var um að fólk nýtti sér þessa þjónustu drengjanna á sjúkrabílnum.
Athugasemdir