Súrt að sitja heima
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 20.02.2010 | 12:00 | | Lestrar 822 | Athugasemdir ( )
Lokaundirbúningur fyrir Þorrablót KKS stendur nú yfir og kórfélagar pungsveittir við að koma upp búnaði í sal íþróttahússins. Maturinn er klár sögðu Ægir og Elvar í gærkvöldi. Að sögn Ægis Bergssonar eru enn nokkur sæti laus og geta þeir sem ekki vilja sitja súrir heima keypt miða í íþróttahúsinu frá kl. 13:00 í dag en gengið er inn að sunnanverðu. Ljóst er að það verður fjölmennt, skemmtilegt og góðmennt.
Góðmetið skorið niður eftir kúnstarinnar reglum.
Tveir pungsveittir.
Stund fyrir kóka kola.
Niðurskurðarnefndin.
Biggi og Stebbi eru ekki lofthræddir þó nóg sé loftið.
Athugasemdir