Trefillinn langi
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 05.02.2010 | 12:00 | | Lestrar 775 | Athugasemdir ( )
Það er ekki annað að sjá en að Fríða Gylfadóttir listamaður sé ánægð með viðbrögð prjónafólks um land allt. Tæpir 180 metrar komnir í hús segir á heimasíðu Fríðu frida.is. og hefur hún heyrt að fólk hafi verið hvatt til að mæta í sjónvarpssal í kvöld með prjónana til að fylgjast með Útsvarsþættinum, en þar eigast við Fjallabyggð og Dalvík.
Fréttir hafa einnig borist af prjónafólki frá Norðurlöndunum og Bandaríkunum sem ætla að leggja verkefninu langa lið.
Athugasemdir