Aðalfundur KS var haldinn s.l. fimmtudag
sksiglo.is | Íþróttir | 24.03.2010 | 21:29 | | Lestrar 212 | Athugasemdir ( )
Knattspyrnufélg Siglufjarðar hélt aðalfund sinn og breytingar urðu á stjórn félagsins, Gulli Stebbi, Sveinn A og Grétar Bragi hætta og í stað þeirra koma Hulda Ómars, Oddbjörn og Andri Freyr. Félagið var rekið með hagnaði á s.l. ári þrátt fyrir erfitt ástand í þjóðfélaginu.
Félagið kom að auki verulega á móts við heimilin með ýmsu móti ásamt því að bjóða uppá nýungar sem féllu í góðan farveg. Félagið virðist standa á traustum stoðum með sterkum styrktaraðilum og alla sína sjálboðaliða sem koma að félaginu á einn eða annan hátt og er bæjarbúum til mikilla sóma.
Formaður félagsins vill nota tækifærið og þakka þeim sem hverfa úr stjórninni fyrir vel unnin störf og i leiðinni bjóða nýjum aðilum velkomin inní stjórn félagsins. Framundan eru spennandi tímar, sameining við Leiftur, tuttugasta Pæjumótið, utanferð 4.fl. kvenna, 2.fl. karla, knattspyrnuskóli Grétars og Miðnæturmótið svo eitthvað sé nefnt.
Með fótboltakveðju, RH.
Athugasemdir