Allar innistæður KSÍ tryggar
Fréttablaðið | Íþróttir | 10.11.2008 | 09:21 | | Lestrar 249 | Athugasemdir ( )
Kreppan hefur ekki komið illa við Knattspyrnusamband Íslands enda voru sjóðir sambandsins á tryggum innistæðureikningum að sögn Þóris
Hákonarsonar, framkvæmdastjóra KSÍ. Okkar peningar eru á reikningum og það hefur ekkert horfið á þeim.
Það er allt í góðu lagi með þau mál, sagði Þórir en hann segir peninga KSÍ ekki hafa verið í neinum sjóðum
sem hafi gufað upp. KSÍ hefur enn sem komið er ekki orðið fyrir neinu fjárhagslegu tjóni í kreppunni og ég hef ekkert fyrir mér í
að það muni gerast, sagði Þórir en eigið fé KSÍ í lok síðasta árs var rúmlega 347 milljónir króna.
Athugasemdir