KF - Grótta laugardaginn 15. sept.

KF - Grótta laugardaginn 15. sept. Síðasti heimaleikur sumarsins hjá KF er hjá meistaraflokki félagsins í 2. deildinni gegn Gróttu frá Seltjarnarnesi

Fréttir

KF - Grótta laugardaginn 15. sept.

Síðasti heimaleikur sumarsins hjá KF er hjá meistaraflokki félagsins í 2. deildinni gegn Gróttu frá Seltjarnarnesi laugardaginn 15. september klukkan 14:00 og fer hann fram á Ólafsfjarðarvelli.

Okkar menn í KF eru í öðru sæti deildarinnar en Gróttumenn í því tíunda. Fyrri leikur liðanna í sumar lauk með jafntefli 1-1 en þá jafnaði KF leikinn á síðustu mínútu leiksins úr víti en það var Þórður Birgisson sem skoraði markið.

Við hvetjum alla til þess að fjölmenna á þennan leik og styðja við bakið á strákunum í baráttunni á toppi deildarinnar. Mætingin um síðustu helgi á bæði leik 3. flokks og meistaraflokks var góð og væri gaman að toppa þá frammistöðu og fá alvöru mætingu á þennan stórleik.

Stefnt er að því að hressir áhorfendur stjórni klappliði KF og hvetjum við alla til að taka þátt í því.

Allir á völlinn og áfram KF!

Texti og mynd: Aðsend




Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst