Blakarar á ferðalagi

Blakarar á ferðalagi Blakklúbbarnir Hyrnan og Súlur lögðust í smá ferðalag síðastliðin laugardagsmorgun og var ferðinni heitið til Húsavíkur á nýársmót

Fréttir

Blakarar á ferðalagi

Gústi stekkur með tilþrifum. Ljósmyndari; GSG
Gústi stekkur með tilþrifum. Ljósmyndari; GSG
Blakklúbbarnir Hyrnan og Súlur lögðust í smá ferðalag síðastliðin laugardagsmorgun og var ferðinni heitið til Húsavíkur á nýársmót Völsungs. 


Lagt var upp kl. 7:00 á laugardagmorguninn til að vera örugglega komin á réttum tíma en keppni átti að hefjast kl 10:15 hjá fyrsta liðinu. Tafir urðu þegar átti að fara í gegnum Múlagöng því allt var ófært og máttu keppendur því dúsa í bílunum í klukkutíma áður en haldið var á stað aftur.

Árangur liðanna var bara þokkalegur því Hyrnumenn lentu í 5 og 7 sæti en Súlur lentu í 4 sæti. Allir voru sáttir með sitt þegar heim var komið kl. 23:30 og mega þeir Völsungar fá rós í hnappagatið fyrir gott mót.

Fleiri myndir frá Gulla Stebba má sjá hér



Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst