Brettafélag Íslands í Skarðinu
sksiglo.is | Íþróttir | 13.02.2009 | 23:09 | | Lestrar 486 | Athugasemdir ( )
Félagar úr Brettafélagi Íslands eru staddir á Siglufirði þessa dagana. Skíðasvæðið í Skarðinu er þeirra leikvöllur og ekki var annað að heyra á þeim félögum sem sigló.is ræddi við en að allt væri frábært.
Brettafélagið ásamt starfsmönnum Skarðsins hafa verið að búa til alvöru stökkpalla og brautir og von er á fleiri félögum um helgina. Að sögn Egils Rögnvaldssonar er von á fjölda manns á skíði og bretti um helgina og hrósaði hann Brettafélaginu fyrir dugnað við að koma upp brettabrautinni og pöllunum.
Fleiri myndir HÉR
Brettafélagið ásamt starfsmönnum Skarðsins hafa verið að búa til alvöru stökkpalla og brautir og von er á fleiri félögum um helgina. Að sögn Egils Rögnvaldssonar er von á fjölda manns á skíði og bretti um helgina og hrósaði hann Brettafélaginu fyrir dugnað við að koma upp brettabrautinni og pöllunum.
Fleiri myndir HÉR
Athugasemdir