Enginn kjúklingaskítur hjá Arsenal
visir.is | Íþróttir | 12.11.2008 | 06:39 | | Lestrar 154 | Athugasemdir ( )
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur haft þann vana á að tefla fram ansi ungu liði í deildabikarnum. Hann hélt sama hætti gegn Wigan og vann öruggan 3-0 sigur sem vel hefði getað verið stærri.
Wenger sagði eftir leikinn að þetta væri besti hópur ungra leikmanna sem hann hafi unnið með. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan, sagði að það væri í rauninni óhugnalegt hve góðir þessir ungu leikmenn séu.
Athugasemdir