Fjölskyldudagur í íþróttahúsum Fjallabyggðar

Fjölskyldudagur í íþróttahúsum Fjallabyggðar Laugardaginn 22. nóvember mun Fjallabyggð vera með fjölskyldudag í íþróttahúsum Fjallabyggðar, hátíðin mun

Fréttir

Fjölskyldudagur í íþróttahúsum Fjallabyggðar

Logo Fjallabyggðar
Logo Fjallabyggðar
Laugardaginn 22. nóvember mun Fjallabyggð vera með fjölskyldudag í íþróttahúsum Fjallabyggðar, hátíðin mun hefjast kl. 12 og standa til kl. 14.

Nú geta foreldrar og börn komið saman, prófað og kynnt sér hinar ýmsu íþróttagreinar um leið og fjölskyldan gerir sér glaðan dag saman (ath. við viljum endilega að foreldrar taki þátt). Um er að ræða opið hús fyrir alla sem hafa áhuga, þar sem íþróttafélögin og Fjallabyggð standa saman að því að kynna hinar ýmsu íþróttagreinar. Meðal þess sem stendur til að kynna og prófa er: knattspyrna, badminton, blak, frjálsar íþróttir, golf, boccia og annað sem okkur dettur í hug að prófa (fer eftir fjölda og áhuga þeirra sem mæta).

Frítt verður í sund allan daginn í tilefni dagsins.

Íþrótta og tómstundafulltrúi.

Athugasemdir

17.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst