Fluguhnýtinganámskeið á Siglufirði
sksiglo.is | Íþróttir | 15.02.2011 | 19:30 | Siglosport | Lestrar 403 | Athugasemdir ( )
Nú styttist í að stangveiðimenn fari að munda stangir sínar í þeirri von að eiga rimmu við lónbúa vatnasvæðanna Stangveiðifélag Siglfirðinga hefur fengið Sigurð Pálsson veiðimann og fluguhnýtingameistara til að koma og vera með hnýtingarnámskeið 18.-19. og 20. febrúar næstkomandi og verður haldið í Lionshúsinu. Sigurður kemur með allt sem til þarf og kostar námskeiðið 15 þúsund krónur á nemanda.
Áhugasamir sendi vefpóst á netfangið gunnlaugursg@simnet.is, vinsamlega athugið að það er takmarkaður fjöldi á námskeiðið.
Áhugasamir sendi vefpóst á netfangið gunnlaugursg@simnet.is, vinsamlega athugið að það er takmarkaður fjöldi á námskeiðið.
Athugasemdir