Fréttir frá Tennis og badmintonfélag Siglufjarðar

Fréttir frá Tennis og badmintonfélag Siglufjarðar Góður árangur TBS á Íslandsmóti unglinga helgina 5.-7.mars s.l. á Akranesi.Alls voru 227 keppendur frá

Fréttir

Fréttir frá Tennis og badmintonfélag Siglufjarðar

Guðrún Hulda Ólafsdóttir með gull í einliðaleik- aukafl.
Guðrún Hulda Ólafsdóttir með gull í einliðaleik- aukafl.

Góður árangur TBS á Íslandsmóti unglinga helgina 5.-7.mars s.l. á Akranesi.
Alls voru 227 keppendur frá frá 13 félögum enTBS var einungis með 7 keppendur í U-13 Hnátur.
Það er af sem áður var er TBS fór á mót með heilu rúturnar af keppendum en það er þó engan bilbug á Maríu að heyra enda var mjög margt um að vera þessa helgi fyrir krakkana og erfitt að velja.


Hér má sjá helstu úrslit hjá TBS.

Guðrún Hulda Ólafsdóttir var með gull í einliðaleik- aukafl.

Undanúrslit: A-fl.

Sif Þórisdóttir í einliðaleik.
Sif og Guðrún í tvíliðaleik.

8 liða úrslit:

Kolbrún Helga Gunnlaugsdóttir  í einliðaleik –aukafl.
Elva Ýr Óskarsdóttir í einliðaleik – aukafl.
Sif og Gunnar Trausti  Eyjólfsson KR í tvenndarleik  A.fl.

ATH:  Siglufjarðarmót verður haldið sunnudaginn 21. mars n.k. kl: 13.00.

Allir velkomnir.

TBS.
Hér er María með hópinn sinn.


María og Þórir farastjóri og keppendur.


Mynd fyrir Finna Hauks sem dvelur í æfingabúðum erlendis.


Það er alltaf stutt í góða skapið á mótum.



Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst