Frjálsíţróttamót
sksiglo.is | Íţróttir | 20.11.2008 | 00:02 | | Lestrar 344 | Athugasemdir ( )
Umf Glói hélt frjálsíþróttamót fyrir iðkendur sína á dögunum í íþróttahúsinu og þar
náðist mjög góður árangur. Keppendur voru 17 talsins, flestir í yngsta aldursflokknum, 10 ára og yngri. Sett voru 7 aldursflokkamet
hjá félaginu á þessu móti og tvö félagsmet.
Undanfarin ár hefur iðkendum í íþróttinni fjölgað ár frá ári og eru nú rúmlega 20 talsins.
Nokkrir þeirra eru í fremstu röð á landinu í sínum greinum og átti félagið t.d. í vor 44 árangra innanhúss inn á Topp 100 listum yfir bestu árangra á landinu frá upphafi í hinum ýmsu greinum og aldursflokkum.
Nánari fréttir má sjá á heimasíðu Glóa www.123.is/umfgloi
Undanfarin ár hefur iðkendum í íþróttinni fjölgað ár frá ári og eru nú rúmlega 20 talsins.
Nokkrir þeirra eru í fremstu röð á landinu í sínum greinum og átti félagið t.d. í vor 44 árangra innanhúss inn á Topp 100 listum yfir bestu árangra á landinu frá upphafi í hinum ýmsu greinum og aldursflokkum.
Nánari fréttir má sjá á heimasíðu Glóa www.123.is/umfgloi
Athugasemdir