Fyrsti heimaleikur sumarsins KS/Leiftur gegn Tindastól
sksiglo.is | Íþróttir | 19.05.2010 | 06:30 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 435 | Athugasemdir ( )
Fyrsti heimaleikur sumarsins fer fram í dag klukkan 19:00 þegar KS/Leiftur mætir Tindastól á Ólafsfjarðarvelli.
KS/Leiftur hóf leiktíðina vel þegar liðið lagði Víði af velli í 2-0 sigri í Garðinum. Þar skoraði Milan Lazervic bæði mörkin fyrir okkar menn og munaði litlu að Ragnar Hauksson hefði lent því þriðja.
Gaman verður að fylgjast með sterku liði KS/Leifturs í sumar en leikurinn í dag er liður í 2. umferð í vísa bikarkeppninni.
Athugasemdir