Getraunaleikur KS- lokastaða
Þáttakan á þessu ári hefur verið mjög góð og voru 37 lið skráð til leiks og var oft líf og fjör á KS skrifstofu á laugardögum frá kl. 11- 13.
Sigurvegararnir í leiknum að þessu sinni var liðið Skandall sem er skipað Sigurði Sverris og Degi Gunnars og hlutu þeir að launum vegleg verðlaun að andvirði 52 þús. krónur og að auki bókina Bikardraumar eftir Skapta Hallgrímsson.
Í öðru sæti var liðið Habboson sem skipað er af Hafþóri Kolbeins og syni hans Fannari, og fengu þeir að launum 15 þús. kr. 3 Sæti Alltaf fyrir ofan Habbó sem er skipað af Ara Má Arasyni og fékk hann í sinn hlut 7500 kr.
Getraunaleikurinn hefst aftur 9 janúar 2010 og er öllum velkomið að bætast í hópinn.
Spilaðar verða 2 umferðir eftir áramót þar sem leiknar verða 9 vikur og 8 bestu gilda.
Að auki mun bikarkeppni vera spiluð eftir áramót fyrir þá sem vilja.
Leikurinn verður kynntur fyrir nýja þáttakendur Laugardaginn 9 jan kl 11.30.
KS þakkar öllum þeim sem þátt tóku og vonast að sjá sem flesta í nýjum leik að ári.
Laugardaginn 2. jan. geta menn komið á KS skrifstofu kl. 12.00 og tekið þátt í einum feitum seðli, alltaf heitt á könnunni og boltinn í beinni.
Að lokum senda KS Getraunir öllum tippurum árnaðaróskir um velgengni á nýjum ári með þökk fyrir frábærar undirtektir.
Lokastöðu liðanna má sjá hér fyrir neðan.
Kveðja.
KS getraunir.
Athugasemdir