Getraunaleikur KS 1X2

Getraunaleikur KS 1X2 Getraunaleikur KS er að fara í gang og var kerfið prufukeyrt síðastliðinn laugardag. Allt er orðið klárt fyrir liðakeppnina sem

Fréttir

Getraunaleikur KS 1X2

Getraunaleikur KS er að fara í gang og var kerfið prufukeyrt síðastliðinn laugardag. Allt er orðið klárt fyrir liðakeppnina sem hefst 17. október og stendur fram að jólum, eftir áramót hefst svo nýtt tímabil. Valdi Þórðar og Ægir Eðvarðs eru líklegir til að draga fram skóna enda ósigraðir að eigin sögn.
Þeir sem hafa áhuga á því að vera með geta mætt næsta laugardag klukkan 11:00 á KS-skrifstofu og tekið þátt í stórkostlegri skemmtun. Bæði hópar og einstaklingar geta tekið þátt í leiknum og kostar seðillinn 512. krónur. Þess ber að geta að þeir sem ekki eru búsettir á Siglufirði geta að sjálfsögðu verið með í gegnum netið. Best væri að hafa samband við okkur á netfangið ks@simnet.is og við afgreiðum málin í sameiningu.
 
Nú er um að gera fyrir fyrirtæki, vini og kunningja og einstaklinga að taka þátt í leiknum og styrkja þannig gróskumikið starf Knattspyrnufélags Siglufjarðar.
 
Áfram KS

Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst