Glæsileg umsögn frá skíðadeild ÍR

Glæsileg umsögn frá skíðadeild ÍR ÍR-ingar spara ekki hólið um skíðasvæðið í Skarðinu og umsjónarmann þess, hér að neðan má lesa umsögn þeirra.

Fréttir

Glæsileg umsögn frá skíðadeild ÍR

Hraustir strákar
Hraustir strákar
ÍR-ingar spara ekki hólið um skíðasvæðið í Skarðinu og umsjónarmann þess, hér að neðan má lesa umsögn þeirra.
Um helgina 5/12-7/12 fór stór hópur ÍR-inga þar af 17 krakkar í frábæra ferð til Siglufjarðar. Brekkunar vel troðnar og nægur snjó. Eitt sem verður að minnast á að þjónustan hjá Agli forstöðumanni skíðasvæðins var hreint út sagt frábær t.d.máttum við leggja þar sem við vildum og allt gert fyrir okkur. Fórum við í tækniæfingar á föstudagskvöldinu og á laugardag var lögð 40 porta stórsvigsbraut sem var frekar hröð og þeir krakkar sem fóru flestar ferðir fóru um 600 beygjur. Á sunnudag var lögð 30 porta stórsvigsbraut og var tímataka. Sundlauginn var opnuð fyrir okkur á laugardeginum og þar var mikið fjör. Eins og sést á myndinni var mjög létt yfir öllum og tóku sumir sig til og skíðuð berir að ofan niður allt fjallið þessir tveir Einar og Stefán hafa það reyndar fyrir reglu að velta sér upp úr snjó þegar við förum í sund. Er búið að blura myndina svo að stelpunar þekki þá ekki.

Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst