Goðamótin hafin hjá KS-krökkum
sksiglo.is | Íþróttir | 25.01.2010 | 07:00 | | Lestrar 534 | Athugasemdir ( )
Þau eru orðin nokkuð mörg Goðamótin sem sá er þetta skrifað hefur fylgt börnum sínum á og nú um helgina var Goðamót hjá 4. flokki kvenna. Það er alltaf tilhlökkun hjá æfingabörnum KS þegar Goðamótin byrja í janúar ár hvert. Framkvæmd mótsins alls er til mikils sóma fyrir mótshaldara en byrjað er að keppa seinnipart föstudags og mótslok um hádegi á sunnudeginum.
Að þessu sinni sendi KS tvö lið sem skráð voru í A og B flokk. Allar stóðu stúlkurnar sig með sóma. A liðið endaði í 5 sæti og B liðið í 9 sæti. Reynt er að gera meira fyrir stúkurnar en bara leika knattspyrnu um helgina og var því tækifæri til að skella sér í bíó að sögn farastjórans.
Myndir HÉR
Athugasemdir