Góður árangur UMSE á Bætingamóti

Góður árangur UMSE á Bætingamóti Sigurbjörg Áróra með Íslandsmet. Bætingamót UMSE og UFA var haldið í 5. sinn á Laugum þann 21. maí sl.

Fréttir

Góður árangur UMSE á Bætingamóti

Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir og Erla Vilhjálmsdóttir
Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir og Erla Vilhjálmsdóttir
Sigurbjörg Áróra með Íslandsmet. Bætingamót UMSE og UFA var haldið í 5. sinn á Laugum þann 21. maí sl.

Á mótinu kepptu níu krakkar í sleggjukasti frá UMSE. Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í flokki 12 ára stelpna þegar hún kastaði sleggjunni 24, 22 m. (Á myndinni er Sigurbjörg til vinstri en til hægri er Erla Vilhjálmsdóttir sem keppir einnig í sleggjukasti og eru þær báðar frá Ólafsfirði )
 
Þá stóð Þorsteinn Ægir Óttarsson sig einnig vel á mótinu en hann keppti í flokki 13- 14 ára drengja. Þorsteinn kastaði sleggjunni lengst 38, 29 m sem er besti árangur frá upphafi í þessum aldursflokki.

Það kepptu hvorki fleiri né færri en 9 sleggjukastarar frá UMSE á þessu móti en sleggjukast er ný grein hér í Eyjafirðinum og byrjuðu krakkar frá UMSE að æfa sleggjuna síðastliðið haust og hafa gert í vetur.

Heimild + ljósmynd http://www.dagur.net


Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst