Grétar: Ánægður með varnarleikinn

Grétar: Ánægður með varnarleikinn Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir að hann sé ánægður með sinn hlut í varnarleik Bolton gegn

Fréttir

Grétar: Ánægður með varnarleikinn

Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir að hann sé ánægður með sinn hlut í varnarleik Bolton gegn Fulham á laugardaginn. Hann  fékk þar langþráð tækifæri í byrjunarliðinu eftir langa setu á varamannabekknum í haust.

„Ég reyni bara að gera mitt besta hverju sinni. Ég er atvinnumaður og veit hvers er krafist að mér. Ég einbeiti mér að hverri æfingu og bíð eftir tækifærinu. Það gafst gegn Fulham og ég er mjög ánægður með hvernig mér gekk í varnarleiknum. Það tekur tíma að komast aftur í takt við sóknarleikinn en það mun ég gera og fara að spila eins og ég á að mér," sagði Grétar Rafn á vef Bolton.

Hann var fastamaður sem hægri bakvörður í liðinu síðasta vetur og lagði þá upp fjölda marka með fyrirgjöfum. Þegar Grétar valdi að spila vináttulandsleiki með íslenska landsliðinu gegn Slóvakíu og Georgíu í ágúst og september tók Gary Megson hann útúr liðinu og Sam Ricketts hefur verið í stöðu hægri bakvarðar, þar til á laugardaginn.

Grétar var reyndar óheppinn að tryggja ekki Bolton sigurinn á lokamínútum leiksins. Hann fékk opið færi en skallaði framhjá marki Fulham og lokatölur urðu 1:1. Fyrr í leiknum hafði hann tvívegis komið í veg fyrir að Fulham næði forystunni, með því að bjarga á marklínu og með því að stöðva sóknarmann Lundúnaliðsins í dauðafæri.

mbl.is


Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst