Grunnskóli Fjallabyggðar í heimsókn í Skarðsdalnum
sksiglo.is | Íþróttir | 17.02.2011 | 12:50 | Egill Rögnvaldsson | Lestrar 806 | Athugasemdir ( )
Grunnskóli Fjallabyggðar er í heimsókn í fjallinu í dag við beztu aðstæður, frábært veður og færið eins og það gerist bezt,
um 120 krakkar eru í fjallinu núna og kennarar, allir skemmta sér mjög vel enda öll svæði mjög góð, Hólabraut, Bobbbraut og Pallar í Þvergili, þannig að allir finna eitthvað við sitt hæfi og veðurútlit er mjög gott fyrir næstu dag, enda eru margir stórir hópar að koma á skíðasvæðið nú um helginna og næstu vikur, velkomin í fjallið við tökum vel á móti þér eins og Skarðsdalurinn tekur ávallt vel á móti þér, frábærar brekkur, frábært veður og frábært færi, hvað er hægt að biðja um meira.
Starfsfólk skíðasvæðisins.
Athugasemdir