Heimsókn grunnskólabarna á skíðasvæðið Skarðsdal
sksiglo.is | Íþróttir | 20.04.2010 | 14:10 | Egill Rögnvaldsson | Lestrar 530 | Athugasemdir ( )
Nú í morgun voru í heimsókn um 80 grunnskólabörn og kennarar á skíðasvæðinu Skarðsdal og allir skemmtu sér mjög vel og var gaman að sjá hvað margir krakkar eru góð að skíða, takk fyrir komuna, sjáumst sem fyrst aftur.Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-18, veðrið er mjög gott logn, frost 1 stig, smá éljagangur og alskýjað, færið er mjög gott troðinn nýr snjór,
Það verður lokað á morgun 21. apríl og næst verður opið fimmtudaginn 22. apríl sumardaginn fyrsta frá kl 11:00-16:00 og opið að sjálfsögðu á föstudaginn, laugardaginn og sunnudag, síðasti opnunardagur er sunnudaginn 2. maí.
Starfsfólk
Athugasemdir